Með CrankWheel þarftu aldrei aftur að spyrja "ertu farin(n) að sjá þetta?" Þú getur notað smágluggann í CrankWheel til að sjá hvað viðskiptavinur þinn sér og hvenær, og til að sjá hvort þau hafi þysjað inn á einungis hluta af því sem þú ert að sýna. Kíktu á eftirfarandi GIF mynd til að sjá hvernig það virkar:
Prófaðu þetta núna:
Gangsettu CrankWheel með því að smella hér og velja
"share a browser tab".
Nokkrir valmöguleikar á að tengja viðskiptavininn munu birtast. Notaðu þann efsta til að senda SMS í þinn eiginn snjallsíma.
Bíddu eftir að SMSið komi. Smelltu svo á hlekkinn í SMSinu.
Á snjallsímanum muntu sjá lítinn flipa sem útskýrir að þú sért að horfa á lifandi vídeó. Þú getur smellt á flipann til að minnka hann, og fært hann síðan frá ef þú vilt.
Prófaðu núna að skruna vefsíðunni sem þú ert að deila, eða hreyfa músina þína yfir vefsíðunni. Taktu eftir hvernig smáglugginn í CrankWheel viðmótinu á tölvuskjánum þínum uppfærist ekki fyrr en það sem þú sérð á snjallsímanum hefur uppfærst.
Prófaðu að þysja inn á eitthvað á snjallsímanum, og taktu eftir hvernig þú sérð þetta gerast í smáglugganum í CrankWheel viðmótinu.
Getur verið að smáglugginn verði gagnlegur næst þegar þú vilt deila skjánum þínum með viðskiptavini?
Svo má skoða þetta vídeó um CrankWheel:
Við erum með hjálparsíður fyrir notendur okkar, þar sem finna má lausnir á vandamálum og senda okkur aðstoðarbeiðnir. Vefslóðin er http://support.crankwheel.com. Einnig má senda allar fyrirspurnir eða beiðnir um aðstoð annaðhvort á
support@crankwheel.com, eða beint til mín.
Þú fékkst þennan tölvupóst því þú ert skráður CrankWheel notandi. Á næstu 2-3 vikum muntu fá hina 7 tölvupóstana í þessu námskeiði. Einnig muntu fá
fréttabréfið okkar af og til. Þú getur auðveldlega sagt upp ákveðinni áskrift eða öllum fjöldapóstum með því að smella á "afskrá mig" hér fyrir neðan eða í hvaða fjöldapósti frá okkur sem er.