logo
 

Tungumál í boði
 

Hæ hæ,

Hvernig gengur að nota CrankWheel? Kíktirðu á útskýringarmyndbandið okkar eða ræstirðu CrankWheel?

Ræsa CrankWheel núna
 
 
Hér eru nokkrir af kostum CrankWheel:
  • Heldur athygli viðskiptavinar. Það getur verið ansi erfitt að halda athygli viðskiptavinarins. En þegar þú notar CrankWheel kynningu þá veistu að viðskiptavinurinn er bæði að hlusta á þig og horfa á það sem þú ert að sýna, frekar en Facebook.
  • Hægt að sleppa fundi í eigin persónu. Í stað þess að þurfa að bóka fund í eigin persónu og lenda í því að viðskiptavinurinn hætti við eða breyti tíma margoft, er hægt að nota CrankWheel í miðju símtali til að birta upplýsingar myndrænt og komast miklu lengra án þess að þörf sé á fundi.
  • Sér móttaka fyrir þitt fyrirtæki. Með CrankWheel er hægt að tengja viðskiptavin inn á fund með því að biðja hann að slá inn einfalt URL t.d. gæti móttaka fyrirtækis sem heitir Ísland verið syna.is/island. Til að tengja viðskiptavininn biðurðu hann einfaldlega um að opna vafraglugga og slá inn þetta einfalda URL fyrir þitt fyrirtæki, og velja síðan myndina af þér, en einungis þjónustuaðilar sem eru akkúrat þá stundina að bíða eftir viðskiptavini munu sjást. Þetta kemur í veg fyrir að þylja þurfi upp langan fundarkóða í gegnum símann eða senda URL með tölvupósti á undan fundinum.
Þegar viðskiptavinurinn tengist inn á kynningu sér hann útskýringu á því hvað er að gerast, ásamt nafni þínu, titli og mynd. Prófaðu eftirfarandi:
  • Ræstu CrankWheel og smelltu á Options takkann neðst til hægri í CrankWheel viðmótinu.
  • Ýttu á blýantinn við myndina, nafnið eða titilinn til að breyta hverju fyrir sig.
Prófaðu að bjóða viðskiptavini inn í gegnum móttöku þíns fyrirtækis núna. Smelltu á takkann hér fyrir neðan til að opna CrankWheel, byrjaðu síðan að deila og notaðu móttökuaðferðina til að koma viðskiptavininum inn á fund. Hún er neðst af þremur aðferðum sem birtast þegar þú byrjar að deila.
Ræsa CrankWheel
Athugið að borgandi viðskiptavinir fá sérstaka móttöku fyrir sitt fyrirtæki, t.d. syna.is/island eða meeting.is/acme, en notendur á fríplani CrankWheel eru allir saman í móttökunni meeting.is/solo. Hinsvegar eru einungis þeir sem eru að bíða eftir viðskiptavini sýndir í móttökunni svo þetta er oftast ekki vandamál.

Það getur verið gagnlegt að prófa sig áfram sjálfur til að þekkja upplifunina sem viðskiptavinir fá þegar þeir tengjast CrankWheel kynningu hjá þér.

Prófaðu núna:
  • Ræstu CrankWheel og byrjaðu að deila og sendu svo SMS á eigin snjallsíma (það er efsti tengimöguleikinn sem birtist þegar þú byrjar að deila).
  • Önnur leið er að afrita hlekk beint inn á kynninguna, eins og þú myndir gera til að senda hlekk í tölvupósti eða textaspjalli, og opna þennan hlekk í öðrum vafraglugga á sömu tölvu.
Þetta er tölvupóstur 2 af 8 í CrankWheel námskeiðinu. Ef þú vilt fara til baka í fyrri skref eða skoða öll skrefin í einu geturðu gert það hér.


Bestu kveðjur,
Jói í CrankWheel
 
 
samfélagsmiðlarnir okkar
linkedin   twitter   facebook  
 
 
Stuðningur við notendur er á vefsíðunni http://support.crankwheel.com en einnig má senda tölvupóst á support@crankwheel.com.
Þú fékkst þennan tölvupóst því þú ert skráður CrankWheel notandi.
Heimilisfang okkar er: CrankWheel ehf. Ármúli 6, Reykjavik 108, Ísland.
Höfundarréttur © 2016 CrankWheel ehf., Allur réttur áskilinn.

Bættu okkur í adressubókina þína  | Afskrá mig