logo
 

Tungumál í boði

Hæ hæ,

Hvernig gengur? Prófaðirðu uppástunguna frá síðasta tölvupósti, að bjóða viðskiptavini með því að nota móttökusíðuna? Smelltu hér til að fara aftur í leiðbeiningarnar fyrir það skref ef þú vilt.

Hvernig finnst þér nú þegar þú hefur prófað það, að geta notað CrankWheel til að sýna hverjum sem er hvað sem er hvenær sem er?

Stundum er best að hamra járnið meðan það er heitt. Með CrankWheel er auðvelt að nýta það sem best þegar viðskiptavinur hefur áhuga.
  • Í miðju símtali geturðu sagt viðskiptavininum "ég get sýnt þér" og byrjað að deila myndrænum upplýsingum í rauntíma.
  • Ein fljótleg leið til að byrja, sem þú prófaðir nú þegar í skrefi skrefi 1, er að senda viðskiptavininum SMS í snjallsímann þeirra.
  • Önnur leið er að afrita hlekk á CrankWheel kynninguna og senda hann með tölvupósti eða í textaspjalli.
  • Hvor aðferðin sem er lætur kynninguna opnast strax í vafranum þeirra án þess að þau þurfi að setja upp neinn hugbúnað.
  • Kynningin er í raun lifandi vídeó af því sem þú vilt sýna viðskiptavininum af skjánum hjá þér, annaðhvort tiltekinn vafraflipa, allan skjáinn eða tiltekinn forritsglugga.
  • Þegar viðskiptavinurinn tengist sér hann útskýringu á því að þetta sé lifandi vídeó, ásamt mynd þinni, nafni og titli, og nafni og lógói fyrirtækisins þíns.
Hvernig væri að prófa núna að afrita hlekk og senda í tölvupósti til að hefja kynningu? Þú getur prófað það á sjálfri/sjálfum þér eða með viðskiptavini!

Ræsa CrankWheel og prófa að afrita hlekk
 
 
Þetta er tölvupóstur 3 af 8 í námskeiði sem kennir þér á CrankWheel. Hægt er að lesa öll fyrri skref eða námskeiðið í heild hér.

Bestu kveðjur,
Jói í CrankWheel
 
 
samfélagsmiðlarnir okkar
linkedin   twitter   facebook  
 
 
Stuðningur við notendur er á vefsíðunni http://support.crankwheel.com en einnig má senda tölvupóst á support@crankwheel.com.
Þú fékkst þennan tölvupóst því þú ert skráður CrankWheel notandi.
Heimilisfang okkar er: CrankWheel ehf. Ármúli 6, Reykjavik 108, Ísland.
Höfundarréttur © 2016 CrankWheel ehf., Allur réttur áskilinn.

Bættu okkur í adressubókina þína  | Afskrá mig